Nú hefur verið opnað fyrir starfsumsóknir vegna sumarstarfs KFUM og KFUK á Íslandi fyrir komandi sumar, 2011.
Líkt og undanfarin ár fer sumarstarfsemi félagsins fram í sumarbúðunum í Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi og Hólavatni, og þar að auki á leikjanámskeiðum. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2011.
KFUM og KFUK á Íslandi leitast við að ráða öflugt og metnaðarfullt sumarstarfsfólk til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins.
Þau sem hafa áhuga á að sækja um sumarstarf geta nálgast umsóknareyðublað í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í Reykjavík, eða prentað það út á heimasíðu félagsins
HÉR. Finna má nánari upplýsingar um umsóknareyðublaðið og sumarstarfsemi KFUM og KFUK á Íslandi með því að smella
hér.
Dagskrá kristilegra sumarbúða KFUM og KFUK, sem búa yfir ríkri og áralangri hefð, einkennast af ævintýrum, leikjum, fræðslu, söng, fjöri, útiveru, óvæntum uppákomum og mörgu fleiru. Þar er gefandi og skemmtilegt að starfa, og reynslan úr starfinu er dýrmæt og nýtist mörgum ævilangt.

Velkomið er að hafa samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 ef frekari fyrirspurnir vakna varðandi starfsumsóknir eða starfsemi félagsins.