Líkt og undanfarin ár fer fjölbreytt sumarstarfsemi KFUM og KFUK sumarið 2011 fram í sumarbúðum félagsins í Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi og Hólavatni. Leikjanámskeið á vegum félagsins verða ekki starfrækt í sumar. Umsóknarfrestur til að sækja um starf í sumarbúðunum fyrir komandi sumar, 2011, rennur út í lok dags í dag, föstudaginn 25. febrúar 2011, en hægt er að skila umsóknum til Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík út daginn (til kl.17).

KFUM og KFUK á Íslandi leitast við að ráða öflugt og metnaðarfullt sumarstarfsfólk til starfa í sumarbúðum félagsins. Þau sem hafa áhuga á að sækja um sumarstarf geta nálgast umsóknareyðublað í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í Reykjavík, eða prentað það út á heimasíðu félagsins á eftirfarandi slóð:

http://www.kfum.is/sumarbudir-og-leikjanamskeid/vatnaskogur/frettir/lesa-meira/article/sumarstarf-kfum-og-kfuk-2011-umsoknareydublad-a-heimasidu/ .Velkomið er að hafa samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 ef fyrirspurnir vakna.