Aðal- og ársfundir starfseininga KFUM og KFUK á Íslandi verða allir haldnir í marsmánuði og hefjast kl. 20:00.

Á aðal- og ársfundum fara fram venjuleg aðalfundarstörf, starfsskýrslur kynntar, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, fjárhagsáætlanir kynntar, kosið er í stjórnir og umræður um starfið fara fram. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa rétt til setu í aðal- og ársfundum starfsstöðva félagsins.

Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna á fundina og láta sig varða um starf félagsins.

Dagskrá funda:

5. mars – fimmtudagur
Aðalfundur KFUM og KFUK í Reykjanesbæ.
Haldinn í félagsheimilinu Hátúni 36.

9. mars – mánudagur
Aðalfundur Vinagarðs, Leikskóla KFUM og KFUK.
Haldinn í Vinagarði, Holtavegi 30.

10. mars – þriðjudagur
Aðalfundur Vindáshlíðar.
Haldinn á Holtavegi 28 – kaffiteríu og stóra sal.

11. mars – miðvikudagur
Aðalfundur Kaldársels.
Haldinn á Holtavegi 28 – æskulýðssal.

12. mars – fimmtudagur
Aðalfundur Ölvers.
Haldinn á Holtavegi 28  – æskulýðssal.

16. mars – mánudagur
Aðalfundur KFUM og KFUK á Akureyri og aðalfundur Hólavatns.
Haldinn í félagsheimilinu Sunnuhlíð.

17. mars – þriðjudagur
Ársfundur Jól í skókassa.
Haldinn á Holtavegi 28 – æskulýðssal.

19. mars – fimmtudagur
Aðalfundur Skógarmanna (Vatnaskógar).
Haldinn á Holtavegi 28 – kaffiteríu og stóra sal.

23. mars – mánudagur
Aðalfundur KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum.
Haldinn í Landakirkju.

30. mars – mánudagur
Ársfundur Karlakórs KFUM.
Haldinn á Holtavegi 28 – kaffiteríu og stóra sal.

 

Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi fer fram laugardaginn 11. apríl 2015 á Holtavegi  28 kl. 11:00 – 16:00.