Í sumar verður tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á leikjanámskeið í Kaldárseli fyrir 6-9 ára börn. Dagskráin er með hefðbundu sumarbúðasniði og fá börnin að kynnast því helsta sem Kaldársel hefur upp á að bjóða. Leikjanámskeiðið er frábrugðið hefðbundum flokkum að því leiti að börnin dvelja eingöngu í Kaldárseli að degi til fyrstu þrjá dagana en ljúka svo námskeiðinum með því að gista í eina nótt, frá fimmtudegi til föstudags.
Rúta fer frá Setbergsskóla kl. 08:00 að morgni (nema föstudag), og komið er til baka á sama stað um kl. 17:30 (nema fimmtudag þegar börnin gista í Kaldárseli).