Kynningarbæklingi fyrir sumarstarfið í Kaldárseli 2009 hefur nú verið dreift til barna og foreldra þeirra í Kópavogi og Garðabæ. Aftan á hverjum bæklingi er happdrættisnúmer. Tveir heppnir viðtakendur fá að launum dvöl í einhverjum dvalarflokki sumarsins eða á leikjanámskeiði. Aðeins þarf að leita að númerunum í Kaldárselssíðunum hér á heimasíðunni.
Gangi ykkur vel að leita – númerin eru auðfundin!
Sjáumst í Kaldárseli í sumar!