Í ævintýraflokknum í Kaldárseli dvelja nú strákar og stelpur á aldrinum 11-13 ára. Hér hefur ekkert lát verið á fögnuði sem náði hápunkti sínum í gær, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Krakkarnir hafa sýnt mikla sköpunargáfu og frumkvæði hvort sem um er að ræða leikrit, föndur eða íþróttakeppnir af ýmsu tagi, s.s. stígvélaspark, rúsínuspýtingar og kassabílarallý. Í gær var svo tekið til við bakstur, skreytingar og skemmtanir, grillveisla var haldin, sykurpúðar grillaðir og heitt kakó drukkið við lok ævintýralegs þjóðhátíðardags. Í kvöld er stefnan tekin á Valaból þar sem hinir hugrökkustu munu gista í helli að hætti útilegumanna til forna.
Hér fyrir neðan er hægt að skoða myndir vikunnar.