Í dag var endemis fjör, gleði og gaman.
Við lærðum meira að segja nýtt Kaldársels lag sem tveir foringjanna sömdu af mikilli natni í gærkvöldi.
Textinn er einmitt um sumar, gleði og gaman…og einnig þá tilfinningu að vera nákvæmlega sama um vonda veðurspá!
(Verð þó að viðurkenna að spárnar fyrir morgundaginn, sólskin og hlýindi, spilla ekki neinu)
Við föndruðum mikið og spiluðum fótbolta en óðum aðeins minna í Kaldánni, enda var minna um blauta skó í dag en í gær. Eitthvað var um kofagerð og annað handverk úr spýtum og nöglum. Drullukökur voru "bakaðar" OG SMAKKAÐAR! Einnig voru framin "umhverfisspjöll" í móberginu við Helgafell en þar fengu allir að skilja eftir eiginhandaráritun með því að hripa nafn sitt í bergið. Verður það væntanlega orðið þyngdar sinnar virði í gulli þegar börnin eru vaxin úr grasi og orðin fræg og rík. Enda er það áætlun okkar Kaldæinga núna í kreppunni.
Það styttist óðum í stóra daginn…þ.e. að gista eina nótt í burtu frá mömmu og pabba! Spennó!
Myndir frá deginum í dag má nálgast á slóð hér fyrir neðan.