Í dag var VEISLUDAGUR. Stelpurnar voru að fara í rúmið fyrir rúmum hálftíma síðan (uppúr miðnætti), ein þeirra sofnaði meira að segja á gólfinu eftir vel heppnaða kvöldkvöku og "óvænt" náttfatapartý. Í dag var HETJUGANGA á Helgafell. Og ekki nóg með það, heldur lenti þyrla í æfingaflugi á tindi fellsins. Þvílíkt bíó.
Eftir kaffitímann var undirbúningur fyrir veislukvöldið, stelpurnar fengu handsnyrtingu, andlitsmálun, nudd og hárgreiðslu af þaulreyndum foringjum í Kaldárseli.
Nokkuð annað gerðist í dag, það komu…STRÁKAR…í stelpuflokkinn okkar. Þeir spiluðu fyrir okkur fallega og frumsamda músík. Allir foringjarnir voru dolfallnir (fallnar) yfir þessum dökku og suðrænu herramönnum en eitthvað leit út fyrir að tónlistin væri í rólegri kantinum fyrir stúlkurnar í flokknum, enda hlusta þær sjálfsagt frekar á eitthvað með rytmískum og hraðari danstakti, ef marka má það litla sem ég hef séð af High School Musical.
Framundan er örlítið útsof í fyrramálið og svo eru það mamma og pabbi á morgun…hæ hó og jibbí jei! Eða hvað???