Jahá, hvar á ég að byrja??? Við fengum hoppukastala og veltibíl í heimsókn svo eitthvað sé nefnt.
Einhverjir krakkar buðu uppá ókeypis axlarnudd í dag og aðrir smíðuðu báta eða busluðu í ánni.

Allir krakkarnir, utan tveggja, ætla að gista í Selinu í kvöld! Vúbbídú! Og Kaldá fékk nóg af tannkremi og krakkamunnvatni, því hér bursta allir tennurnar í ánni.
Kvöldvakan í kvöld, með foringjum úr Kaldárseli í aðalhlutverki, vakti auðvitað mikla kátínu nærstaddra krakka. Við fengum að sjá misheppnaðan hermann, franskan kokk sem seldi bara íbitna hamborgara og ámiginn fisk, dverga sem sulluðu á sig skyri og svo klikkaðan lækni.
Það tók ekki langan tíma að sofna eftir þennan ævintýralega dag enda má vart heyra saumnál detta þessa stundina…zzz…
Myndir hér fyrir neðan…