Hæ hæ, þið sem bíðið spennt eftir fréttum úr Selinu…
Í dag tók ráðskonan á móti okkur með dýrindis fiski í hádeginu, eftir hádegismat fórum við í fjársjóðsleit og fundum kexpakka í Kaldárselshellum. Og svo var…mmm…súkkulaðikaka í kaffitímanum. Eftir kaffitímann tóku krakkarnir sig til og gerðu dýrindis gipsgrímur sem þau munu án efa skreyta fallega á morgun. Svo var frábær grjónagrautur í kvöldmatinn og afskaplega fjörug kvöldvaka þar sem nokkrir krakkar tróðu upp með leikrit og leiki. En þá var ennþá eftir einn matartími, kvöldkaffið! Jahá, það er sko gaman fyrir magann að vera í Kaldárseli…
Eftir kvöldkaffið burstuðu krakkarnir tennur úti í Kaldá og skelltu sér í náttfötin. Í þessum töluðu orðum eru þau að hlusta á æsispennandi framhaldssögu um Jón Spæjó eða Kamillu og Þjófinn…
Myndir frá deginum í dag má nálgast
hér.