Fjölskyldu- og afmælishátíð.

Sunnudaginn 29. ágúst verður hin árlega kaffisala haldin í sumarbúðunum Kaldárseli. Í ár hafa sumarbúðirnar verið starfræktar í 85 ár og af því tilefni verður efnt til veglegrar fjölskyldu og afmælihátíðar. Hátíðin hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 18:00

Dagskráin hefst með sögugöngu kl. 13:00 við Kaldársel þar sem gengið er um næsta nágrenni Kaldársels og sagt frá því helsta sem ber fyrir augum. Gangan er fyrir alla fjölskylduna.

Á staðnum verður boðið upp á ýmsa skemmtun og afþreyingu:
Hoppukastali
Andlistmálun
Söngur
Foringjar sumarsins bregða á leik
Ratleikur með verðlaunum
Töframaður
Mótorhjólaprestar mæta á staðinn á fákum sínum.

Auk kaffihlaðborðs verður hægt að kaupa grillaðar pylsur, gos og candyfloss.

Allur ágóði af kaffisölu rennur í skálasjóð Kaldársels