Nú um helgina 12.-14.nóvember verður leiðtogahelgi KFUM og KFUK haldin í Kaldárseli, sumarbúðum KFUM og KFUK sem eru austan við Hafnarfjörð (í nágrenni Helgafells), en ekki Ölveri, eins og áætlað hafði verið. (Ölver eru sumarbúðir KFUM og KFUK undir Hafnarfjalli). Þessi er breyting er vegna óviðráðanlegra kringumstæðna.
Að öðru leyti en hvað varðar staðsetningu eru atriði sem víkja að helginni óbreytt.
Ef fyrirspurnir vakna varðandi leiðtogahelgina eða staðsetninguna má hafa samband við Jón Ómar Gunnarsson, æskulýðsprest KFUM og KFUK í síma 866-7917, Þór Bínó Friðriksson æskulýðsfulltrúa í síma 665-2890 eða Jóhann Þorsteinsson sviðsstjóra æskulýðssviðs í síma 699-4115.
Heimkomutími er á Holtaveg 28 í Reykjavík kl. 12:30 sunnudaginn 14. nóvember.