Sameiginleg vorferð yngri deilda æskulýðssviðs KFUM og KFUK verður farin nú um helgina, 1. -2. apríl í tilefni loka starfsins í deildunum. Stelpur fara í ferð í Vindáshlíð, Ölver og Kaldársel, og strákar í Vatnaskóg. Krakkar úr æskulýðsstarfinu á Norðurlandi fara á Hólavatn. Gist verður eina nótt.
Ferðirnar eru fyrir 9-12 ára stráka og stelpur úr æskulýðsstarfi félagsins, ásamt leiðtogum úr KFUM og KFUK- deildum af öllu landinu.
Hvert verður farið og hvenær?
Í sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi, í Svínadal, u.þ.b. 89 km frá Reykjavík, Ölver undir Hafnarfjalli u.þ.b. 60 km frá Reykjavík, Vindáshlíð í Kjós, u.þ.b. 45 km frá Reykjavík og Kaldársel, í u.þ.b. 10 km fjarlægð frá Reykjavík.
Brottför: Farið verður frá aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík, kl. 17:30, föstudaginn 1. apríl. Gott er að vera mætt 15 mínútum fyrir brottför.
Heimkoma:
Heimkoma verður síðdegis laugardaginn 2. apríl. Lagt verður af stað úr sumarbúðunum um kl. 15:30 þann dag.
Hvað verður gert?
Kvöldvaka, íþróttir, leikir, gönguferð, söngstundir, samverur, skógarferðir og margt fleira.
Hvað þarf að taka með?
Peninga fyrir mótsgjaldi, íþróttaföt, inniskó, náttföt, svefnpoka, tannbursta og tilheyrandi, góðan og hlýjan útivistarfatnað og gott skap!
Mótsgjald:
Mótsgjald er 4.500 krónur, innifalið í því eru rútuferðir fram og til baka, gisting, öll aðstaða í sumarbúðunum, efniskostnaður og allur matur (kvöldmatur, kvöldhressing, morgunmatur, hádegismatur og eftirmiðdagshressing).
Skráning í ferðirnar fer fram hjá leiðtogum viðkomandi deildar. Foreldrar/forráðamenn þurfa að skrifa undir leyfisbréf og skal það afhent leiðtogum í síðasta lagi 28. mars.
Upplýsingar:
Allar nánari upplýsingar um mótið má fá hjá leiðtogum og hjá Kristný Rós Gústafsdóttur og Þór Bínó Friðrikssyni æskulýðsfulltrúum KFUM og KFUK, s. 588-8899/665-2891/665-2890 netfang:
kristny(hjá)kfum.is
og
bino(hjá)kfum.is
.