Styttast fer í sumarið 2011, og undirbúningur sumarstarfsemi KFUM og KFUK heldur áfram. Spennandi sumardagskrá með ýmiss konar skemmtilegum ævintýrum er framundan í sumarbúðum félagsins, fyrir stráka og stelpur frá 6 ára aldri.
Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK stendur yfir af fullum krafti. Yfir 1100 börn hafa nú verið skráð til dvalar á komandi sumri í Vatnaskógi, Ölveri, Hólavatni, Kaldárseli og Vindáshlíð. Fullt er orðið í nokkra dvalarflokka, og byrjað er að skrá á biðlista fyrir þá.
Hægt er að ganga frá skráningu gegnum internetið,
HÉR, eða hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík í síma 588-8899.
Nánari upplýsingar um sumarbúðirnar og dvalarflokka þeirra er að finna
HÉR.
Velkomið er að hafa samband við Þjónustumiðstöðina á Holtavegi 28 alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 588-8899 ef frekari fyrirspurnir vakna.