Í dag hófst fyrsti dagur í Ævintýraflokki Kaldársels með miklu fjöri. Krakkarnir héldu af stað frá Lækjarskóla í Hafnarfirði í góðum gír og dagurinn fór vel af stað. Dagskrátilboð voru feiknar mörg og allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Eftir hádegið var farið í skemmtilega göngu og brugðið á leik í fallegu rjóðri. Eftir kaffi var svo farið í ratleik sem einkenndist af fjölbreyttum og fögrum dýrahljóðum sem og skemmtilegum þrautum sem að hristi vel upp í mannskapnum og þjappaði krökkunum saman. Svo var botninn sleginn í góðan dag með dúndur kvöldvöku og góðum gestum.
Hér má finna myndir frá fyrsta degi:
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=128036