Í gær héldum við frábærann veisludag og nú er komið að brottfarardegi. Ekki náðist að láta inn frétt í gær um miðvikudaginn og biðjumst við velvirðingar á því. Miðvikudagurinn gekk alveg eins og í sögu og allir skemmtu sér ótrúlega vel bæði stelpurnar og starfsfólkið. Svo við stikklum á stóru um atburði miðvikudagsins þá var boðið upp á þrautabraut, vatnsstríð, orustu (sem er nýr og fjörugur leikur sem er verið að þróa í sumarbúðunum) fengum belju í heimsókn sem að kveikti eld og gaf okkur grillaða sykurpúða sem vakti mikla kátínu viðstaddra.

Í gær var svo veisludagur eins og áður segir og þá var sko engu til sparað. Grillaðar pylsur voru í hádegismatinn og þar sem að veðurblíðan var mikil var ákveðið að halda smá grillveislu úti sem að heppnaðist mjög vel. Eftir hádegið var farið í hellaskoðun í Kaldárselshellana og Íshellinn. Síðan var farið í brennó eftir kaffitímann þar sem að allir voru með og þar fengu foringjarnir og undirritaður að kenna á þv í. Mikið fjör og gleði var í íþróttahúsinu enda ekki annað hægt mað frábærri tónlist og æsispennandi leikjum. Eftir að hafa hamast heilmikið og tekið á því í brennó fóru stelpurnar að taka sig til fyrir veislukvöldið. Efnt var til hárgreiðslukeppni og voru stelpurnar ótrúlega flinkar að greiða hvor annarri. Í veislumatinn var síðan pizza og gosvatn og þaðan var síðan haldið beint á veislukvöldvökuna sem var kingimögnuð. Á kvöldvökunni fengu stelpurnar að syngja öll uppáhalds lögin sín úr flokknum, sjá fyndin leikrit, myndir af sér sem teknar hafa verið í flokknum, læra um Jesú og heyra fréttir úr sjónvarpi Kaldársels.

Nú er brottfarardagur og í dag verður frjáls tími fram að hádegismat og en eftir hádegið veriður haldið í ævintýragöngu í Hundraðmetrahellinn vil. Myndirnar frá gærdeginum eru að hlaðast inn í þessum töluðu orðum og ættu að fara að detta inn vonbráðar. Ég vil minna foreldra á að sækja stelpurnar klukkan 17:00 hingað upp í Kaldársel.

Kær kveðja,

Arnar Ragnarsson.