Athygli er vakin á því að mikið magn ósóttra óskilamuna úr sumarbúðum KFUM og KFUK hefur safnast í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík, eftir dvalarflokka sumarsins.
Einnig eru óskilamunir af fermingarnámskeiðum sem haldin eru í Vatnaskógi, fluttir á Holtaveg 28 og geymdir þar.
Eftir 15.október verða ósóttir óskilamunir gefnir til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Foreldrar og forráðamenn barna sem sóttu sumarbúðir KFUM og KFUK í sumar og sakna einhvers fatnaðar, skóbúnaðar eða muna síðan þá, eru hvattir til að koma eða hafa samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK og vitja óskilamunanna.
Nánari upplýsingar má fá í síma 588-8899.
Kær kveðja,
Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK á Íslandi