Helgina 14. – 16. október verður leiðtogahelgi KFUM og KFUK haldin í Kaldárseli.
Farið verður í gegnum grunnnámskeið fyrir unga og nýja leiðtoga. Fjallað verður um leiðtogann og leiðtogahlutverkið hjá KFUM og KFUK, farið verður í marga skemmtilega leiki og ýmis verkefni leyst á skemmtilegan hátt. Einnig verður góð trú – og biblíufræðsla.
Námskeiðið er tvískipt og er hugsað bæði fyrir þá sem áður hafa verið á leiðtogahelgi og þá sem aldrei hafa verið. Leiðtogahelgin hefst kl.17 á föstudeginum, 14. október, í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28.
Skráningarfrestur er til 12. október og kostar kr. 8.000, en ókeypis fyrir þá sem eru sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á jonomar(hja)kfum.is .
Frekari upplýsingar um leiðtogahelgina fást hjá starfsfólki æskulýðssviðs, Jóni Ómari, Hjördísi Rós (hjordis(hja)kfum.is) og Halldóri Elíasi (Ella) (elli(hja)kfum.is).