Kaldársel - panorama

Vatnaskógur - panorama
Sumarbúðir KFUM og KFUK bjóða upp á tvo flokka í sumar sem eru skipulagðir til að leyfa börnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir að njóta sín sem best.

Sumarbúðirnar í Kaldárseli bjóða upp á flokkinn Stelpur í stuði fyrir 10-12 ára stúlkur með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir (ADHD) dagana 18.-22. júní. Í Vatnaskógi verður síðan boðið upp á Gauraflokk fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir (ADHD) 4.-9. júní.

Sækja þarf um dvöl í Stelpur í stuði og Gauraflokk á sérstöku umsóknarformi. UMSÓKNARFERLIÐ OPNA ÞANN 16. MARS 2013. Farið verður yfir umsóknir í þeirri röð sem þær berast og með hliðsjón af markhópi Gauraflokks. Öllum umsóknum verður svarað. Gert er ráð fyrir að taka á móti 50 drengjum í Gauraflokk í Vatnaskógi og 20 stelpur eru boðnar velkomnar í Stelpur í stuði í Kaldárseli.