Síðastliðinn föstudag þann 22. júní skrifuðu Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Hreiðar Örn Zoega Stefánsson formaður Kaldársels undir samning um afnot Hafnarfjarðarbæjar af húsnæði félaganna í Kaldárseli fram á sumar 2013.
Um er að ræða þróunarverkefni á vegum leikskólans Víðivalla sem mun reka leikskóladeild í Kaldárseli frá 1. águst til júní á næsta ári. Í júní og júlí 2013 verður síðan hefðbundið sumarbúðastarf í Kaldárseli. Megin markmiðið með rekstri skógardeildar Víðivalla í Kaldárseli er að bjóða upp á óhefðbundna námsleið í nánum tengslum við náttúruna.
Stjórn Kaldársels fagnar þessari auknu notkun á Kaldárseli yfir vetrarmánuðina. Ef vel til tekst verður framhald á þessu samstarfi við Hafnarfjarðarbæ næstu árin.