Það voru hressar dömur sem stigu út úr rútunni á mánudagsmorgun. Var komið inn með forvitni og gleði,sumar kunnulegar og þaulvanar, aðrar hér í fyrsta sinn en það var mikil gleði og eftirvænting sem sveif yfir.

Grjónagrauturinn virtist renna vel niður í hádeginu. Ekki var beðið eftir neinu og rokið í göngu með foringjum og var Álfakirkja fyrir valinu og vakti það heilmikla lukku og kom í ljós að í hópnum eru miklir göngugarpar.

Kvöldvakann gekk vel og var mikið um hlátur og gleði.Eins og við mátti búast voru nokkur tár felld en syfjan yfirtók og var vaknað hressar.

Þriðjudagurinn reis með yndislegu veðri og var skokkað í morgunmat,og í framhaldi af því farið í bænastund.

Haldið var í daglegu gönguna og var farið með poka og vatnsbrúsa í Kaldárselshella og leitað að kubbum,en þar fannst margt annað til dæmis hliðið að Narníu J.

Að vanda var tekið hressilega til matar síns í hád. Aspassúpu, en steiktan fisk og franskar í kvöldmat.

Frjáls tími var og var hann nýttur í vað og slímsöfnun, búleik, krítar, kassabílaakstur, vinabandabönd, leikritaæfingar(upprennandi stjörnur hér á ferð) eða bara setið og spjallað og kynnst hvor annarri. Virðast ný vinasambönd vera í uppbyggingu.

 Nú er þetta skrifað hér á miðvikudagsmorgni og er frekar kalt,mikil rigning og rok, en við látum það ekki stoppa okkur heldur vöðum óhræddar í hellaskoðun innanhús,og er öfugur dagur í gangi sem þýðir að við byrjuðum á kvöldmati og kvöldvöku förum í kaffi og endum á morgunmat og morgunbænastund. 😉

Kósý kvöld og dekur er á döfunni dvd og popp í kvöld,spil og innileikir og höldum áfram að deila gleðinni og veltast um í hamingjunni,við kveðjum að sinni og vonumst til að þetta litla fréttabréf okkar hafi gefið ykkur innsýn inn í hvað gerist í Kaldárselinu okkar.