Á mánudaginn kom góður hópur krakka á leikjanámskeið hingað í Kaldársel. Mikið stuð var hjá okkur og margt var brallað. Meðal þess sem við gerðum var að fara í góðan göngutúr í Kaldárselshellana. Þar leituðu krakkarnir inn í hellunum og fundu hitt eins og til dæmis kubba sem voru allt í einu komnir þangað???   Síðan fórum við og skoðuðum álfakirkju og allir skemmtu sér mjög vel. Við hlökkum til að eyða skemmtilegri viku saman hér í Kaldárseli.