Annan daginn okkar hér á leikjanámskeiði nýttum við til fullnustu. Eftir morgunstundina drifum við okkur út í góða veðrið. Þar lékum við  okkur í hinu og þessu eins og að drullumalla,  smíða, keyra í kassabílum og fara í leiki. Eftir hádegi fórum við svo í góðan göngutúr í Kúadal með nesti með okkur lékum okkur og snæddum nestið og nutum lífsins.

Þegar við komum heim var búið að skella upp sundlaug fyrir okkur þar sem var buslað og sullað. Dagurinn var góður enda ekki annað hægt þegar svona frábær krakkahópur er hjá okkur.