Í dag voru réttir hér hjá okkur í Kaldárseli. Kannski pínu öðruvísi en flestir eru vanir þar sem við vorum að draga flottu krakkana okkar í dilka í stað lamba.

 

Foringjarnir voru í almenningnum og drógu börnin í dilka í eftir, lit á yfirhöfn, húfulit eða augnlit. Allir skemmtu sér konunglega og börnin fengu góða hreyfingu þrátt fyrir að dálítill vindur væri hér uppfrá .

 

Á morgun koma svo krakkarnir með rúmföt og fleira í þeim dúr og fá að gista eina nótt hér í Kaldárseli. Við hlökkum öll gríðarlega til.