Í gærkvöldi var kvöldvaka hjá okkur í Kaldárseli því nú var komið að gistinóttinni. Mikil spenna var í krökkunum og óhætt að segja frábær stemming hafi ríkt hér í  húsinu.

Á kvöldvökunni sungum við, horfðum á leikrit, fengum ís og hlustuðum á sögu. Að kvöldvöku lokinni var svo farið að sofa með bros á vör.

Í morgun var svo pakkað saman aftur enda komið að kveðjustund hjá okkur, það er yndislegt að fá að hafa svona frábæra krakka hér í Kaldárseli og við starfsmenn þökkum öllum kærlega fyrir samveruna og vonumst til að sjá ykkur öll aftur sem fyrst.