Í morgun tókum við á móti eldsprækum krökkum í Lækjarskóla kl: 8:00, rútan brunaði síðan beint uppí Kaldársel. Veðrið lék aldeilis við okkur í dag en sólin lét sjá sig, við vorum því úti í allan dag. Lékum okkur m.a. í hrauninu, smíðuðum kofa ásamt því að fara í gönguferð í Kaldárselshellana. Krökkunum fannst ótrúlega skemmtilegt „að hverfa undir yfirborð jarðar“ eins og einn snillingurinn orðaði það er hann lét sig síga ofan í einn hellanna. Hér er stuð og spennandi vika framundan mikil dagskrá með fullt af skemmtilegum krökkum. Meiri fréttir á morgun