Dagur 2 í Kaldárseli gekk svo sannarlega vel og var ansi margt brallað hér. Myndirnar ættu nokkurnvegin að tala sínu máli. Hópurinn fór í gönguferð í Kálfadalinn góða þar sem er mikið skóglendi, nokkrir dugnaðarforkar úr hópnum gengu uppá topp í leiðinni og sáu alla leið heim að Kaldárseli. Í Kálfadalnum settumst við niður og borðuðum nestið okkar sem var alls ekki af verri endanum en Sólrún matráðskonan okkar bakaði snúða og súkkulaðibitakökur. Á sömu mínútu og við vorum að kyngja síðustu bitunum af súkkulaðibitakökunum kom úrhelli og við hlupum eiginlega heim. Allir rennandiblautir og glaðir með skemmtilegan göngutúr í okkar fallega umhverfi.

Við erum ótrúlega spennt fyrir nýjum degi með þessum orkuboltum en við stefnum á fjallgöngu á Sandfell.

Stuðkveðjur frá Okkur