Í dag var alvöru stuð dagur, við brölluðum ýmislegt, perluðum, gerðum vinabönd, spiluðum fótboltaspil og hoppuðum á loftdýnunni á meðan að við biðum eftir að rigningin myndi minnka. Eftir hádegi fórum við í göngutúr við uppá Sandfell smá fjallganga þar sem við sáum alla leið til Hafnafjarðar og meira að segja til Reykjavíkur. Uppá Sandfellstoppi var dekrað við krakkana þar sem allir fengu sleikibrjóstsykur og var mikil ánægja með uppátækið. Siggi foringi sagði okkur svo fullt af bröndurum sem slógu heldur betur í gegn, uppáhalds brandarinn var um kanínuna sem vildi kaupa köku með :). Þegar að heim var komið var Sólrún ráðskona búin að baka afmælisköku og var stórt bros á andlitum krakkana í allan dag. Eftir kaffitímann tókum við því rólega og horfum á Bíó saman. Frábær hópur sem finnst gaman að bralla ýmislegt saman úti og inni.