Sunnudaginn 26. apríl verður vorhátíð í Kaldárseli frá kl. 15:00 til 17:00. Það verða grillaðar pylsur og sykurpúðar, hoppukastali, kassabílar, andlitsmálning, hópleikir, kaffi og afmæliskaka því Kaldársel verður 90 ára í sumar!
Kl. 15:30 verður lagt af stað í hellaferð undir leiðsögn starfsmanna sumarbúðanna.
Ókeypis fjölskylduskemmtun sem allir eru velkomnir á.
Skráning í sumardvöl í Kaldársel má skoða hér.