Í Kaldárseli hefur verið einstaklega gaman þessa vikuna en ekki hefur verið hægt að senda inn myndir og fréttir til að deila gleðinni sökum internet-vandræða. Stundum vill tæknin fara illa með okkur og það er að gerast í Kaldárseli núna. Undirrituð fór þó í heimsókn og dvaldi allan þriðjudaginn í Kaldárseli og hefur verið í símasambandið við starfsfólkið. Ég get því vottað um að það eru kátar stelpur þarna uppfrá sem ekki eru að stressast yfir smámunum. Þær hafa verið að læra um sköpun Guðs, náttúruna, dýrin og að Guð skapaði þær hverja og eina fullkomlega á sinn hátt. Í dag voru mikil hátíðarhöld í tilefni þjóðhátíðardagsins, fáninn dreginn að húni eins og venjulega, allir fengu litla fána, brjóstsykur-snuð og blöðrur auk þess sem haldið var náttfatapartý í kvöld.
Þær eru búnar að vera duglegar að fara í gönguferðir og fóru meðal annars í Kaldárselshella og upp að móbergsnámunni í Helgafelli.

Vonandi birtast myndir fleiri fréttir fljótlega, ef einhver hefur miklar áhyggjur er hægt að hringja í símatímanum kl 11-12 í síma 5556211 – en ég get fullvissað ykkur um að stelpurnar eru kátar og í góðum höndum.

Með bestu kveðju
Anna Arnardóttir
stjórn Kaldársels