Í dag á Kaldársel 90 ára afmæli. Í tilefni af því langar okkur í stjórn Kaldársels að bjóða ykkur velkomin á afmælishátíðina okkar sem verður haldin næstkomandi sunnudag, 28. júní, kl. 14-18.

Dagskráin er spennandi því Partýstjórinn Ásgeir Páll ætlar að vera veislustjóri, söngkonurnar Elín Sif og Glowie (Sara Pétursdóttir) ætla að syngja fyrir okkur og Ómar Ragnarsson ætlar að rifja upp góðar stundir úr Kaldárseli. Við ætlum að blása til alvöru Kaldársels-drullukökukeppni, smíða kofa á smíðasvæðinu, sulla í ánni. Hoppukastalar verða á svæðinu, fullt af veitingum, grillum sykurpúða yfir varðeldi og eigum verulega góðan dag saman. Við ætlum að hafa happadrætti á hátíðinni þar sem stærsti vinningurinn er dvöl á leikjanámskeiði í Kaldárseli í júlí.

Í tilefni af afmælinu okkar höfum við komið af stað afmælissöfnun fyrir nýjum leiktækjum og bættri aðstöðu. Vegna nýrra reglugerða þurfum við að taka niður gömlu leiktækinn fyrir utan Kaldársel og sárvantar því eitthvað nýtt í staðinn. Allar afmælisgjafir til Kaldársels eru vel þegnar, stórar sem smáar, enda gerir margt smátt eitt stórt. Reikningsnúmerið er: 515-14-404800 og kennitala Kaldársels er: 480883-0209
Auk þess sem við tökum á móti millifærslum tökum við líka á móti stærri og minni gjöfum í Kaldárseli á afmælishátíðinni.

Vonumst til að sjá sem flesta
Stjórn Kaldársels

afmæli02