Hér er mikið stuð og allir hressir. Hér í flokknum eru verðandi bátasmiðir og miklir drullukökubakarameistarar. Vinaböndin eru hönnuð hér á methraða og kvöldvökusýningarnar eru frábærar. Við höfum fengið ágætis veður og nýtum hvert tækifæri að vera úti að leika okkur. Á mánudaginn fórum við í Kaldárselshellana og í gær fórum við í Kúadal og með nesti með skemmtum okkur í góða veðrinu. Í gærkvöldi léku foringjarnir á stelpurnar og flýttu klukkunni.  Þegar allir voru komnir upp í rúmi var bjöllunni hringt og kom í ljós að það var náttfatapartý með poppi og horft var á Harry Potter og viskusteininn. Það voru því þreyttar stúlkur sem fóru í háttinn um kl 23 í gærkvöldi.

 

Kaldárselskveðja

Þurý

20150629_185615 20150629_191533 20150629_202533 20150629_204034