Hér er stuð. Í gær var gengið Helgafelli í smá roki en mildu veðri. Stúlkurnar gengu rösklega og höfðu ekkert fyrir þessu. Þær klifruðu aðeins í klettum og skemmtu sér ágætlega. En hápunktur dagsins var í lok kvöldvökunar þegar það var kveikt í litlu báli og grillaðir sykurpúðar á meðan við sungum síðasta lagið fyrir svefninn.Sykurpúðar grillaðir

Og að sjálfsögðu burstuðu þær tennurnar í ánni eftir sætindin. Við erum afskaplega ánægð þennan stúlknahóp.

 

Kaldárselskveðja

Foringjarnir

 

p.s erfiðlega gengur að setja inn myndir en þær verða komnar inn um helgina