Gleði gleði gleði!
Það er mottóið hér í Kaldárseli. Í gær var farið í 100 metra helli og nesti tekið með. Flestar stúlknanna fór í gegnum hellinn en hann er eins og nafnið gefur til kynna um 100 metrar á lengd. Hægt að fara í gegnum hann og það reynir á lipurð því stundum þarf að skríða og beygja sig til að komast í gegn. Á meðan stúlkurnar voru í göngu þá var matsalurinn skreyttur í Hogwarts anda fyrir veislukvöldið. Veislan hófst svo og byrjað var á að flokka stúlkurnar í heimavistir í Hogwartsskóla þar sem prófessor McGonagall stóð með flokkunarhattinn og síðan var boðið upp á pizzur og múffur í eftirrétt. Á kvöldvökunni voru foringjar með skemmtiatriði og slógu þeir sko aldeilis í gegn. Boðið var upp á ís í lok kvöldvökunnar. Þreyttar stúlkur sofnuðu seint á fimmtudagskvöldi