Sæl og blessuð öllsömul

 

Hér í Kaldárseli er margt að gerast. Eftir morgunmat var morgunstund þar sem sungið og dansað var þannig að foringjarnir voru næstum því búnir með orkuna sína. Skelltum okkur í ávaxtastund og svo var farið á ýmis svæði í leik eða föndurgerð. Eftir hádegi var smá sögustund og svo fóru krakkarnir í réttarleikinn í réttunum hér rétt hjá og komu svo inn í Spennuleikana sem foringjarnir höfðu útbúið og voru greinarnar frekar furðulegar. Börnin skemmtu sér konunglega og eru núna úti í leik fram að síðdegishressingu.

Kveðja

Kaldárselsgengið