Blessuð

Hér er ennþá stuð. Í morgun voru krakkarnir úti að leika við ánna. Nokkrir duttu út í og þó nokkur stígvél og sokkar urðu blaut. Við viljum biðja foreldra að koma með aukaskó því við förum oftast í göngur eftir hádegi og þá er erfitt að labba um í blautum stígvélum.

Krakkarnir og foringjar lögðu af stað í Valaból um kl 13 í grenjandi rigningu. Sólin er samt að brjótast fram og við teljum að þau verði orðin þurr þegar þau koma í Valaból. Við eigum von á þeim til baka um kl 16. Þetta er að sjálfsögðu nestisganga og voru kanillengjur og djús með í för.

 

Kveðja

Kaldárselsgengið