Laugardaginn 30. apríl kl. 15:00-17:00 verður vorhátíð Kaldársels, en þá verður opið hús þar sem gestum gefst tækifæri til að kynnast staðnum. Í boði verða hoppukastalar, leikir og andlitsmálun. Farið verður í hellaferð ef veður leyfir eða hetjugöngu fyrir þá sem eru vel búnir.

Boðið verður upp á léttar veitingar og tilvalið að koma og skoða hvað Kaldársel hefur upp á að bjóða. Það eru allir velkomnir á þessa fjölskylduskemmtun og hlökkum við til að sjá sem flesta á laugardaginn.

Kaldársel