Vinnudagur verður haldinn í Kaldárseli 4. júní næstkomandi og vill stjórn Kaldársels bjóða öllum sem vettlingi geta valdið að koma og aðstoða við ýmis verkefni á staðnum.
Ljóst er að það er að mörgu að hyggja. Staðurinn er ekki í góðu ásigkomulagi og hefur fengið margar athugasemdir frá heilbrigðiseftirliti vegna óþrifnaðar, slæms frágangs og viðhalds. Ofan á þetta er lítill tími til að vinna mikilvæg verkefni vegna leikskólastarfsemi sem er þar alla daga. Þetta eru því verkefni sem þarf að vinna hratt og örugglega.
Stjórn Kaldársels mun tryggja að enginn verður svangur yfir daginn.
Gerum okkur góðan dag í Kaldárseli, mætum og hjálpumst að við að gera staðinn starfhæfan fyrir sumarið.
Hægt er að skoða viðburðinn hérna.