Dagur tvö er senn að enda í fyrsta drengjaflokki Kaldársels þetta sumarið. Drengirnir hafa þessa tvo daga fengið að kynnast hvorum öðrum, starfsfólkinu og Kaldárseli og gengur það vel. Margir eignuðust góða vini strax á fyrsta degi. Í gær fórum við m.a. Í hellaferð með vasaljós, opnuðum smíðaverkstæðið, lékum í ánni, spiluðum fótbolta og körfubolta og fórum í leiki svo að eitthvað sé nefnt. Við enduðum svo daginn á kvöldvöku og voru allir fljótir að sofna. Í dag byrjuðum við daginn á samverustund þar sem við fræddumst um sköpun Guðs og föndruðum í tengslum við hana. Drengirnir héldu svo áfram að smiða kofa og spiluðu fótbolta. Eftir hádegi fórum við í göngu í kúadal og einhverjir fóru svo og endurreistu virki í hrauninu á meðan að aðrir spiluðu eða smíðuðu. Í kvöld er svo kvöldvaka sem endar með náttfatapartýi, bíómynd og tilheyrandi! Allir eru að skemmta sér vel og eru að eignast góða vini og láta rigninguna ekkert stoppa sig!

Myndir má finna hér

Bestu kveðjur frá okkur,

Þura