Við erum því miður enn netlaus í Kaldárseli og biðjumst því velvirðingar á frétta- og myndleysi.

Í dag er 17. júní og við höldum að sjálfsögðu uppá hann! Stelpurnar fóru í skrúðgöngu fyrir fánahyllingu i morgun og fjallkona flutti þeim ljóð. Í dag verður skemmtilegur ratleikur og veisla í kaffitímanun og enn meiri veisla í kvöld!

Þessi hópur er dásamlegur og við vildum óska þess að við ættum marga marga daga eftir með þeim en á morgun fara þær heim. Myndir úr flokknum má finna hér

Við minnum á að sækja stelpurnar kl. 15.

Bestu kveðjur.

Þura.