Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ.

Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi með rafrænum umsóknareyðublöðum sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan.

Öllum er frjálst að sækja um. Þeir sem sækja um þurfa að skrifa undir að þeir samþykki að það megi óska eftir fullu sakavottorði þeirra hjá sakaskrá ríkisins. Það er skilyrði fyrir ráðningu að umsækjandi samþykki það. Þegar valið stendur á milli tveggja jafn hæfra einstaklinga, nýtur sá forgangs sem tekur virkan þátt sem leiðtogi í vetrarstarfi KFUM og KFUK.

Þeir umsækjendur sem fá vinnu samþykkja að sækja námskeið fyrir starfsfólk sumarbúða. Námskeiðin eru nauðsynleg forsenda þess að starfa í sumarbúðum KFUM og KFUK. Fyrir þá sem hafa áður starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK er mikilvægt að sækja slík námskeið árlega.

Nánari upplýsingar má fá hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, Reykjavík í síma 588-8899.

Athugið: Umsækjendur sem sækja um starf hjá fleirum en einum sumarbúðum þurfa að fylla sérstaklega út umsóknareyðublað fyrir hverjar og einar sumarbúðir (og leikjanámskeið) sem þeir sækja um starf hjá.

Rafræn umsóknareyðublöð: