Í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra 21. apríl síðastliðin, þá stefnir KFUM og KFUK á Íslandi að því að hafa óbreytt sumarstarf fyrir börn í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum sumarið 2020.
Unnið er að því að skerpa allt verklag í sumarbúðum félagsins þegar kemur að þrifum og sóttvörnum. Jafnframt verður farið sérstaklega yfir vinnuferla starfsfólks til að virða þær reglur og tilmæli sem í gildi verða í sumar.
Nánari upplýsingar um verklag og verkferla fyrir einstakar sumarbúðir verða kynntar er nær dregur sumri.
KFUM og KFUK leggur áherslu á að öryggi barna og starfsfólks er í forgrunni allra ákvarðana sem teknar eru. Þessi tilkynning er birt með fyrirvara um frekari aðgerðir stjórnvalda.