Í 95 ár hafa börn komið í sumarbúðir í Kaldárseli. Þar hafa þau fengið dýrmæt tækifæri til að rækta líkama, sál og anda.
Brýn þörf var á endurbótum á skálanum okkar.
Framkvæmdin fólst í að endurnýja glugga og hurðir, bæta einangrun, og hitakerfi. Samhliða voru útbúin fjögur ný sex til sjö manna herbergi fyrir dvalargesti og eitt starfsmannaherbergi í rými sem áður var fatahengi, 20 manna svefnsalur og geymsla. Endurbætur á brunavörnum verða gerðar og aðgengi fyrir hreyfihamlaða bætt til muna.
Framkvæmdir, eins og þessar eru kostnaðasamar og leitum við því til velunnara Kaldársels til að leggja starfinu lið með fjármagni. Með þínu framlagi í verkefnið styður þú gott félag við að miðla áfram trú, von og kærleika til þúsunda barna um ókomin ár og gefur fleiri börnum tækifæri á að upplifa ævintýraveröld sumarbúðanna í Kaldárselinu góða!
Við höfum því hafið söfnun á Karolina Fund til að hjálpa okkur að fjármagna þetta stóra verkefni. Ef þið getið lagt okkur lið þá er linkur á söfnunina hér: https://www.karolinafund.com/project/view/3201?fbclid=IwAR0pDNOb7jUT4k1zeR2GMuQUhODckM2xhx17o-ZdOGjS40dlgIsQG33cLsA
Margt smátt gerir eitt stórt