Afmælisvorhátíð Kaldársels verður fimmtudaginn 29. maí (uppstingingardag) og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Kaldárseli frá kl. 11:00-16:00.
Í ár heldur Kaldársel upp á 100 ára afmæli og ætlum viðað fagna því með glæsilegri vorhátíð.

Fyrir þá sem að hafa áhuga þá ætla nokkrir að hjóla samferða frá Hellisgerði í Kaldársel, allt á malbikuðum stígum. Lagt verður af stað klukkan 10:00 frá Hellisgerði.

Dagskráin hefst formlega kl. 11:00.
Kl. 11:00 Fánahylling og í beinu framhaldi leiðir Þórarinn Björnsson rólega sögugöngu um nærumhverfið.
Kl. 12:00 Pylsur og fleira í boði fram eftir degi meðan birgðir endast.
Kl. 13:00 Útisamkoma þar sem Ásgeir Páll Ágústsson leiðir samsöng og séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir hefur hugvekju.
Kl. 14:00 Tvær gönguferðir: Helgafell og Fosshellir-Valaból.
Erindi um Kaldársel fyrr og nú í máli og myndum flutt nokkrum sinnum yfir daginn.
Einnig rúllandi myndasýning og stuttmynd frá 1948.

Hoppukastalar verða á staðnum og að sjálfsögðu býður náttúran upp á spennandi tækifæri fyrir frjálsan leik.

Við munum hafa mannskap í því að leiðbeina um bílastæði og stuðla að greiðum aðgangi allra gesta að hátíðinni. Kaldársel er innan vatnsverndarsvæðis en undanþága hefur fengist til að leggja bílum innan við hliðið þennan dag. Vinsamlegast fylgið leiðbeiningum bílastæðavarða sem taka á móti ykkur. Þeim sem treysta sér til að ganga 800 metra að skálanum er bent á bílastæði utan við hliðið. Enn fremur viljum við hvetja til að sameinast í bíla og að þeir sem geta hjóli á staðinn eftir nýlegum malbikuðum stíg.

Nýjar og nánari upplýsingar um alla dagskrárliði og tilhögun munu birtast á facebook-síðunni „Kaldársel í 100 ár“. https://www.facebook.com/profile.php?id=61568129356233

Það er ókeypis inn á hátíðina en frjáls framlög vel þegin.
Kt: 480883-0209
Rnr: 545-26-9111