Sæl öll,

Í gær bilaði síminn okkar, þannig að ef þið vilduð hringja en það var á tali þá biðst ég afsökunar. Síminn er hins vegar kominn í lag núna, þannig að vonandi verður hægt að ná í okkur framvegis. Hér er fréttin um þriðjudaginn okkar:

Krakkarnir vöknuðu heldur betur hressir í morgun. Eftir morgunmatinn var fyrsta morgunstundin okkar, sem er svipuð og kvöldvökur nema á morgnanna. Þar lærðu börnin að fletta upp versum í nýja testamentinu, það voru leikir dansað og sungið. Síðan var farið í sérstakann flöskuleik, sem er einskonar páskaeggjaleit, þar sem eggin eru litaðar flöskur fylltar af vatni.

Í hádegismat var pulsupasta, og síðan var farið í eina af okkar lengri göngum – Valaból. Í Valabóli er lítið skógræktarsvæði, og þar er hægt að finna músarhelli, klifra og spila alls konar skemmtilega leiki eins og til dæmis sardínur í dós. Það var nesti í göngunni, en við erum alltaf að borða hér í Kaldárseli, svo eftir gönguna var boðið upp á heimabakað smákökur.

Veðrið lék við okkur í dag, og eftir kaffi var útitími þar sem hægt var að vaða, eða byggja bát á smíðasvæðinu fyrir væntanlega bátakeppni. Undirritaður sólbrann örlítið, en krakkarnir fengu sem betur fer allir sólarvörn.

Í kvöldmatinn voru kjötbollur, kartöflumús og grænmeti. Síðan var sérstakur ævintýraleikur. Þá komu í heimsókn skúrkar frá hinu illa Heitárseli sem fengu helminginn af krökkunum með sér í lið til að finna hinn raunverulega fjársjóð Kaldársels, en ýmsar hetjur gengu til liðs við þá sem eftir voru í Kaldárseli. Í lokin var stríð milli Kaldársels og Heitársels með skæri-blað-steinn, en Heitársel vann! En allir þurftu samt að deila fjársjóðinum í lokin – náttúran okkar hér sem Guð gaf okkur. Til að halda upp á, var náttfatapartý þar sem við horfðum á teiknimynd.

 

Guðni Nathan forstöðumaður
Myndir frá flokkinum má sjá hér: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720327239086/