Nú er aðeins vika þangað til sumarstarfsemi KFUM og KFUK í sumarbúðum hefst af fullum krafti. Þann 2.júní hefjast dvalarflokkar í Vatnaskógi og Hólavatni. Í vikunni á eftir hefjast dvalarflokkar í Kaldárseli (6. júní), Ölveri (7. júní) og Vindáshlíð (9. júní).
Flokkaskrá sumarbúðanna fyrir sumarið 2011 má sjá

HÉR.
Dagskrá sumarbúða KFUM og KFUK er stútfull af ævintýrum, skemmtilegum uppákomum og uppbyggilegri fræðslu fyrir börn á öllum aldri.
Skráning í allar sumarbúðirnar stendur yfir og er í fullum gangi, og fer fram hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík, í síma 588-8899. Einnig er hægt að skrá sig á netinu, á slóðinni http://skraning.kfum.is/ (en þá þarf að greiða með kreditkorti svo skráningin fari alla leið).
Hægt er að greiða dvalargjöld með millifærslu (upplýsingar í síma 588-8899), með kreditkorti símleiðis, eða með staðgreiðslu. Einnig er hægt að dreifa greiðslum á VISA eða Mastercard, en þá þarf að skrifa undir greiðslusamning í Þjónustumiðstöð að Holtavegi 28.
Opnunartími Þjónustumiðstöðvar er kl.9:00-17:00 alla virka daga.