Frá Arnóri Heiðarssyni, forstöðumanni á leikjanámskeiði í Kaldárseli:
Kl. 8:10 á mánudagsmorgni lögðu 33 mjög spenntir krakkar af stað upp í
Kaldársel. Flestir eru að fara að heiman í fyrsta sinn í sumarbúðir og
mátti finna að andrúmsloftið var rafmagnað í rútunni á leið uppeftir.
Lundin var fljót að léttast á krökkunum og vinasambönd byrjuðu að
myndast strax á fyrstu klukkustundunum. Miklar kofaframkvæmdir eru
fyrir utan hús ásamt því að virki og heimili spretta upp á ótrúlegum
hraða í hrauninu við Kaldársel. Gríðarlegur ævintýraheimur sem er hér
í kringum Kaldársel og krakkarnir kunna heldur betur að nýta sér hann.
Eftir hádegismat var lagt af stað í gönguferð inn í Fjárhella, eða
Kaldárselshella. Þar hafði Siggi foringi verið á rölti stuttu áður og
„misst“ (falið) nokkra ævintýrabolta og bað hann börnin um að gera sér
þann greiða og hjálpa sér að finna boltana. Upp hófst gríðarleg leit
sem endaði með því að allir boltarnir fundust og fleiri til. Þegar
heim var komið beið barnanna hressing og á milli 16 og 17 voru börnin
sótt.
Mig langar til að minna foreldra á að hellaferðir eru tíðar í
Kaldárseli og hafa krakkarnir gaman af því að hafa sitt eigið
vasaljós, þau geta vissulega fengið lánað hjá okkur en mælum við með
því að komið sé með ljós að heiman.
Myndir eru komnar á myndasíðuna okkar hér á
www.kfum.is og má nálgast
þær hér
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=140382
Kveðja. Arnór, forstöðumaður.