Næstkomandi sunnudag, 11. september, verður kaffisala í sumarbúðum KFUM og KFUK í Kaldárseli. Kaffiveitingar og kaffi verður til sölu til styrktar Kaldárseli, farið verður í gönguferð, hoppukastalar verða á staðnum og boðið verður upp á grillaðar pylsur og candy-floss.
Dagskráin hefst kl. 13 með léttri göngu fyrir alla fjölskylduna um fallegt umhverfi Kaldársels. Um kl. 14 verður svo byrjað að bjóða upp á andlitsmálun fyrir börnin.
Kaldársel er í nágrenni Helgafells og er aðeins í u.þ.b. 10 mínútna akstursfjarlægð suðaustur af Hafnarfirði.
Tilvalið er að styðja við starfsemi Kaldársels með því að mæta á kaffisöluna og njóta skemmtilegrar dagskrár, ljúffengra veitinga og yndislegrar náttúru staðarins í góðum félagsskap. Allir eru hjartanlega velkomnir.