Í gær, föstudag 8.júní hófst fyrsti flokkur sumarsins í Kaldárseli þegar tuttugu frískar stelpur heldu á vit ævintýranna upp í Kaldársel.
Þegar þangað var komið fóru stelpurnar að koma sér fyrir og eftir hádegi var haldið í ævintýraferð. Síðan var ýmislegt í boði, s.s. hoppukastali, kofagerð, listasmiðja og fleira.
Dagurinn í dag er einnig búinn að vera frábær og stelpurnar og starfsmenn í miklu stuði. Í dag var förinni heitið í Valaból þar sem brugðið var á leik og hellar skoðaðir. Stelpurnar hafa verið afar duglegar í listasmiðjunni og föndruðu mörg falleg barmmerki, og í dag var keramik-gerð tekin fyrir.
Við biðjumst velvirðingar á því að engar myndir eða fréttir hafa komið inn, en það stafar af því að netið liggur niðri í Kaldárseli, en verið er að vinna að lagfæringu.
Allt hefur gengið framar óskum og framundan í kvöld er fjörug kvöldvaka og kósíkvöld með poppi og öllu tilheyrandi.
Við minnum foreldra og aðstandendur á það að hægt er að fá ítarlegri upplýsingar í simatíma, sem er alla daga flokksins kl.11:15-12 í síma 555-6211.
Kær kveðja frá starfsfólki Kaldársels.