Jæja nú ætlum við að segja ykkur frá restinni á vikunni hjá okkur.
Eins og áður var sagt sagt þá var rugl-dagur hjá okkur á miðvikudag og ruglið fór í veðrið líka og greinilega með valkvíða hvernig það átti að haga sér. En eftir hád. Þá var bara komið þetta fína veður að við fórum út í búleiki og vað með slímsöfnun sem var greinilega í uppáhaldi. Fengum við svo skemmtileg spil sem við gátum tekið út eins og Kubb ofl. Eftir góða útiveru þá komum við inn í kaffi,sungum og héldum áfram að gera okkur glaðan dag.
Er komið var að kvöldvöku þá voru dýnur settar á gólfið og fengum við popp og djús og horfðum á myndina Tangled.
Fimmtudagur kom með leiðindaveðri en við Kaldárselsdömur og foringjar látum ekki svoleiðis stoppa okkur J það var barist við náttúruöflin við fánahyllingu en við höfðum sigur að lokum.Um morguninn fórum við í bænastund og svo í leiki. Og tóku þær sem vildu að sér að sjá um kókoskúlugerð.
Var hópurinn ánægður með hád.matinn að vanda og var boðið upp á pylsupasta með hvítlauksbrauði og rann það niður ljúflega. Þar sem að það var veisludagur skreytumm við salinn eftir magnaða gönguferð í Kúadal þar sem við fórum í leiki t.d hundabein og klemmuleikinn. Salurinn var hin allra glæsilegasti með listasýningu á veggjum uppdúkað borð með kertaljós og fínerí. Fengum við pizzu. Svo var haldið í ótrúlega skemmtilega kvöldskemmtun, þar sem að hópstjórar rúlluðu upp skemmtiatriðum og lá salurinn í hlátri 😉 Sungum við saman og fengum okkur ís. Endaði dagurinn með mikilli gleði og kærleik í hjarta.
Nú er föstudagur og við erum búin í bænastund,fánahyllingu og morgunmat sem sló í gegn við fengum kókópuffs veiiii..
Dömurnar eru að pakka niður með dyggri aðstoð forningja, og vil ég nefna að ef eitthvað verður eftir þá mun það vera sett í poka og komið niður á Holtaveg 28.
Verður haldið í göngu nú eftir hád.mat í Valarból og tökum við með okkur nesti og farið verður í leiki.
Mikil eftirvænting er í húsinu núna, gleði að fara hitta sínar fjölskyldur í dag.
Það er með miklu stolti sem við starfsfólk Kaldársels þessa viku kveðjum að sinni. Við höfum kynnst þessum mögnuðu dömum vel þessa viku,fengið að kynnast stórri flóru persónuleika hérna sem lita allt í kringum sig með ómældri gleði. Okkur langar að þakka ykkur öllum fyrir samveruna og ykkur forráðamönnum fyrir að treysta okkur fyrir ykkar dýrmæta farmi og vonum við að við höfum staðið okkur vel. Vonum við að sem flestar hugsi til þessarar viku með gleði og kærleik,vináttur hafa myndast og hafa litlar dömur stolið pínu af hjartanu á okkur öllum.
„Nafn Drottins er sterkur turn. Þangað hleypur hinn réttláti og er þar óhultur“
(Orðskv.18.10)